Innlent

Ráðuneyti bíður svars frá Kópavogi

"Umsögn borgarstjóra við beiðninni var send Kópavogsbæ og yfirvöldum þar gefið tækifæri til að bregðast við röksemdum borgarinnar. Við búmst við svörum innan tveggja vikna og tökum efnislega afstöðu í framhaldinu," segir Pétur Örn Sigurðsson, lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, um lögnámsbeiðni Kópavogsbæjar á landi í Vatnsendakrika. Pétur segir að lögnámsbeiðnin sé í rauninni eignarnámskrafa en bæjaryfirvöld í Kópavogi og Reykjavík hafa karpað um eignarhald á landinu í Vatnsenda um skeið. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann undraðist lögnámsbeiðnina þar sem málið væri í faglegum farvegi hjá Óbyggðanefnd. Flosi Eiríksson, bæjarráðsmaður í Kópavogi, sagði hins vegar að landið væri ekki í kröfulýsingu Óbyggðanefndar, sem ætti því ekki að fjalla um málið. Pétur segir að þó að iðnaðarráðuneytið takið málið til meðferðar sé það alls ekki að taka afstöðu til þess hvort Óbyggðanefnd eigi að fjalla um málið eða ekki og engin tengsl séu þarna á milli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×