Erlent

Minnihluti Íraka mun kjósa

Forseti Íraks, Ghazi al-Yawar, segir að minnihluti þjóðarinnar muni greiða atkvæði í kosningunum á morgun. Hann kveðst vona að sem flestir Írakar kjósi en vegna óaldarinnar í landinu og tíðra árása uppreisnarmanna á kjörstaði muni fáir Írakar þora að nýta atkvæðisrétt sinn. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti fyrr í morgun alla kosningabæra Íraka, af hvaða trú eða kynþætti sem þeir eru, til að bjóða upppreisnarmönnum birginn og taka þátt í framþróun landsins með því að mæta á kjörstaði á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×