Innlent

Fangelsisreksturinn lagður niður

Leggja þarf niður fangelsisrekstur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á næstu þremur árum, að mati Fangelsismálastofnunar. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar í fangelsismálum. Í svari ráðherrans kemur jafnframt fram að framtíðarhugmyndir Kópavogsbæjar um skipulag svæðisins umhverfis fangelsið í Kópavogi geri ekki ráð fyrir slíkum rekstri og fyrirsjáanlegt sé að húsið verði að víkja innan nokkurra ára. Gert er ráð fyrir að í stað fangelsanna tveggja á höfuðborgarsvæðinu verði horft til frekari uppbyggingar og umbóta á núverandi fangelsum á Litla-Hrauni, Kvíabryggju og Akureyri, auk nýbyggingar á Hólmsheiði ofan Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×