Erlent

Læstar inni í fangelsi fátæktar

Nelson Mandela skoraði í dag á G7, samtök sjö ríkustu þjóða heims, að stuðla að minni fátækt í heiminum með því meðal annars að leggja aukið fé í hjálparstarf og fella niður skuldir á fátækustu ríkjum veraldar. Mandela er nú staddur í Lundúnum þar sem fjármálaráðherrar aðildarlandanna eru samankomnir á ráðstefnu hjá G7-samtökunum. Leiðtoginn dáði, sem sat í fangelsi í tæp 30 ár vegna stjórnmálaskoðana sinna eins og kunnugt er, sagði hinar fátæku þjóðir læstar inni í fangelsi fátæktar og kominn væri tími til að veita þeim frelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×