Stofna líftæknifyrirtæki á Íslandi 14. febrúar 2005 00:01 Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli. Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli.
Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira