Innlent

Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað

Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu. Hann svaraði því til að verið væri að fara yfir allan rekstur stofnunarinnar í heilbrigðisráðuneytinu með það í huga að koma í veg fyrir að skurðstofunni verði lokað og kvaðst ráðherra eiga von á því að það tækist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×