Hip-Hop kynslóðin í NBA 1. mars 2005 00:01 Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar