Hengdur upp á höndunum 19. mars 2005 00:01 Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira