Bjartsýni á samstarf R-listans 18. apríl 2005 00:01 Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira