Ræddi bara við suma umsækjenda 24. maí 2005 00:01 Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið sendir mál til umsagnar ættleiðingarnefndar í undanþágutilvikum og þegar vafi leikur á að skilyrði til að veiting leyfis til ættleiðingar sé fyrir hendi. Ættleiðingarnefnd fer ekki með mál í samstarfi við viðkomandi barnaverndarnefnd hverju sinni, þar sem verkefni hinnar síðarnefndu er lokið, lögum samkvæmt, þegar þar er komið sögu. Þetta sagði Margrét Hauksdóttir formaður ættleiðinganefndar, spurt um starf nefndarinnar. Hún kvaðst ekki vilja tjá sig um það einstaka mál sem nú væri fyrir dómstólum. Það snýst um að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja Sæmundsdóttir mætti ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingarnefnd mælti ekki með leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðuneytið synjaði umsókn Lilju sem fór með málið fyrir Héraðsdóm. "Þegar dómsmálaráðuneytið vísar máli til ættleiðinganefndar nefnir það þau atriði sem það vill láta athuga, " sagði Margrét. Spurð hvort nefndin kallaði þá viðkomandi umsækjanda og sérfræðinga til viðtals kvað Margrét það fara eftir því hvað um væri að ræða hverju sinni. "Við höfum aflað frekari upplýsinga og rætt við sérfræðinga, svo og umsækjendur í málum. Það fer eftir því um hvað er verið að fjalla hverju sinni. Ég hef ekki athugað það nákvæmlega en get trúað að það gerist í um það bil helmingi mála. Það er engin skylda hjá okkur að kalla umsækjendur fyrir. Við eigum einungis að gæta þeirra sjónarmiða að hvert mál sé rannsakað með næganlegum hætti og tryggja að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir, sem byggja megi umsögn nefndarinnar á." Spurð hvort það gæti ekki reynst erfitt að ljúka því sem ráðuneytið teldi ábótavant í rannsókn máls, án þess að kalla fyrir viðkomandi sérfræðinga og/eða umsækjendur, sagði Margrét það fara eftir því hvað verið væri að athuga. Líta yrði á hvert mál með heildrænum hætti. Spurð hvort í umræddum tíu málum hefði verið stuðst við fyrirliggjandi umsagnir barnaverndarnefna vísaði Margrét á ráðuneytið. Það tæki ákvörðun um að senda mál til ættleiðingarnefndarinnar og hefði þá sínar forsendur fyrir því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kvaðst ekki vilja tjá sig varðandi mál sem væri fyrir dómstólum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira