Spánverjar leiðandi í jafnrétti Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2005 00:01 Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku stigu spánverjar stórt skref í kvennfrelsis og jafnréttismálum. Þeir veittu konu frá Persaflóa hæli vegna kynbundins ofbeldis með því að framfylgja lögum sem lengi hafa gilt; lögum um hælisveitingu fyrir pólitíska flóttamenn. Lögunum þurfti ekki að breyta til þau nái einnig yfir þessa konu sem sem hafði sætt illri meðferð af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans í heimalandi sínu, þar til hún flúði til Spánar. Það var nóg að endurtúlka þau. Þessi tæplega fertuga kona fékk hæli á Spáni af þremur ástæðum; Hún hefði verið þröngvað til að gifta sig; hún hafi sætt miklu ofbeldi heima hjá sér, bæði af hendi eiginmanns síns og fjölskyldu hans, í langan tíma og að síðustu hafi hún ekki fengið neina aðstoð frá yfirvöldum í eigin landi. Ríkisútvarpið sagði frá því að konunni hafi verið rænt á unga aldri, til að gifta hana. Hún hafi reynt að fá skilnað, en ekki getað þar sem til þess þurfi samþykki maka í heimalandi sínu. Því hafi hún lagt á flótta sem endaði á Spáni fyrir þremur árum. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að hún sótti um hæli á Spáni. Eftir allar þessar hrakfarir sagði innanríkisráðherra Spánar að hún hafi skaðast andlega og hefði því notið sálfræðiaðstoðar á Spáni. Þetta hljómar kannski ekki mikið, en rétt er að hafa í huga að ekkert ríki hefur viðurkennt kynbundið ofbeldi sem ástæðu til þess að veita einhverjum hæli. Þar varla að kerfisbundnar nauðganir og árásir hermanna, sem starfa undir stjórn ríkisins sem flúið er frá, hafi dugað sem nógu góð rök til að óska eftir hæli. Samkvæmt því sem innanríkisráðherrann sagði, þá munu spánverjar halda áfram að beita lögum um flóttamenn í tilfellum sem þessum, þannig að konur sem búa við heimilisofbeldi í ríkjum sem taka ekki á slíkum vanda, eiga þess kost að sækja um hæli á Spáni. Spánn er kannski ekki fyrsta ríkið sem margir hugsa til þegar verið er að velta því fyrir sér hvaða ríki sé leiðandi í jafnréttismálum. Samkvæmt opinberum stöðluðum tölum eru það mun frekar Norðurlöndin sem eiga að vera á toppnum. Stjórnvöldum á Norðurlöndunum hefur þó ekki dottið til hugar að veita konum hæli vegna þess að þær eru beittar ofbeldi heima fyrir. Með nýrri ríkisstjórn á Spáni hafa fréttir þaðan snúist nokkuð um jafnréttisáherslu ríkisstjórnarinnar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra sagði frá upphafi að hann vildi konur í ríkisstjórnina. Með jafnréttisáherslum hefur ríkisstjórnin komið í gegn nýjum lögum gegn heimilsofbeldi, þar sem refsing var aukin, komið var upp sér dómstólum um heimilisofbeldi auk þess sem aðstoð við þá sem verða fyrir heimilisofbeldi var aukin. Með virkum jafnréttisáætlunum er nefninlega hægt að koma á breytingum. Það er ekki nóg að setja sér loðin markmið sem segja allt og ekki neitt, að koma á fót jafnréttifulltrúum í ráðuneytum í hjáhlaupum sem safna tölulegum upplýsingum en hafa ekki raunverulegan stuðning ráðherra sem finnst jafnréttismálin bara eiga heima í einu ráðuneyti - félagsmálaráðuneytinu - og þar með sé þetta bara hans vandamál. Á þessu ári er heljarinnar afmælisár jafnréttisbaráttunnar hér á landi og kannski tilefni til þess að gera skurk í þeim málum. Nú 19. júní verður haldið upp á 90 ára kosningaréttarafmæli kvenna og af því tilefni verður skundað á Þingvöll. Það eru þrjátíu ár síðan kvennaárið var haldið hátíðlegt og síðan íslenskar konur komust í heimsfréttirnar fyrir það að taka sér frí. Við ættum kannski að líta aðeins til þessa lands sem áður var talið aftarlega á merinni (á okkar mælikvarða) hvað jafnréttismálin vörðuðu, en er nú að taka frumkvæðið. Er eitthvað sem við getum lært af spánverjum, annað en að pólitískur vilji skiptir alveg rosalega miklu máli.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun