Miami 3 - Detroit 3 5. júní 2005 00:01 Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum). NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum).
NBA Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Sjá meira