Ég bið forláts Helgi Seljan skrifar 9. júní 2005 00:01 Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins áður. Þetta nefna margir í daglegu tali „þynnku“. Samt er þetta eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum. Byrjum á byrjuninni. Ég er alinn upp úti á landi. Bjó raunar í Kópavoginum fram til þrettán ára aldurs eða þar til foreldrum mínum datt í hug að setjast að austur á Reyðarfirði. Þetta var á þeim tíma þegar enginn, sem vildi halda friðinn á Reyðarfirði, nefndi orð eins og stóriðju, ál eða kísilgúr á nafn án þess að fá bágt fyrir. Þarna stuttu áður höfðu enn ein áform stjórnvalda um stóriðju við Reyðarfjörð nefnilega siglt í strand með tilheyrandi vonbrigðum. Þó var á Reyðfirðingum að heyra að vonbrigðin hefðu verið mest meðal þingmanna kjördæmisins sem reynt höfðu án árangurs að koma málinu á koppinn. Þrátt fyrir þetta ákváðum við fjölskyldan að flytja austur á Reyðarfjörð, í þetta stóriðjulausa pláss, mitt á sjálfum Austfjörðunum. Þetta fannst engum sérstakt á þeim tíma og ég man ekki til þess að við höfum fengið bágt fyrir þessa ákvörðun um flutning frá neinum, nema síður væri. Fólk skildi okkur mæta vel. Fjölskylda, sem fram til þessa hafði búið í litlu þriggja herbergja íbúðinni í Ástúninu í Kópavogunum, gat leyft sér að kaupa einbýlishús á tveimur hæðum eystra; mamma fengi garð og pabbi bílskúr. Þetta viðhorf átti þó eftir að breytast. Ég man að fyrstu árin mín fyrir austan voru að mestu laus við stóriðjuþrasið sem síðar átti eftir að heltaka menn og jafnvel dýr heima á Reyðarfirði. Lífið gekk sinn vanagang, - fólk kom og fór. Síðarnefndi hópurinn var þó talsvert fjölmennari. Fyrirtæki komu líka og fóru. Þannig hafði pabbi minn í félagi við fleiri stórhuga menn keypt bakarí staðarins. Þetta bakarí rak pabbi, milli þess að vinna þar öllum stundum, þar til lánadrottnar sögðu stopp. Fyrirtækið fór á hausinn og pabbi á sjóinn. Fleiri lentu í svipaðri stöðu á sama tíma en þó var enginn minningargrein letruð á bæjarmerkið. Ó, nei menn gefast ekkert upp. Á þessum tíma fannst mér fátt fastara í tilverunni en Reyðarfjörður og Reyðfirðingar. Ég man samt eftir því þegar þetta breyttist. Það var á stjórnmálafundi á Reyðarfirði, sem ég sótti fyrir rælni eina, að ég man eftir þingmanni kjördæmisins númer 1, Halldóri Ásgrímssyni, tala um „aðförina að landsbyggðinni“. Hann sagði nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að stóriðja yrði reist fyrir austan. Ég man að ég hallaði mér að sessunaut mínum, sem komið hafði á fundinn nokkru áður en ég mætti, og sagði: „Missti ég af einhverju, hvað er að gerast?“ Hann svaraði ekki heldur sussaði á mig og klappaði svo hátt og snjallt með öðrum fundarmönnum. Ég man að í nokkurn tíma á eftir velti ég þessum orðum Halldórs fyrir mér. Gat þetta staðist? Var Reyðarfjörður á vonarvölinni einni? Eini togari staðarins hafði raunar stuttu áður gengið til liðs við Samherjamennina akureyrsku. Ég hafði meira að segja farið síðustu tvo túrana á þessum sama togara ásamt fjölda af jafnöldrum mínum, þar sem við félagarnir fengum í fyrstu og einu skiptin að kynnast lífinu um borð í þessum stóra togara, sem nokkrum árum áður hafði verið keyptur til staðarins. Eigendur hans höfðu þó flaskað á því sem seinna og fyrr felldi fleiri góða menn, að ekki var nóg að eiga stóran og góðan togara sem fryst gæti afla. Kvóti þyrfti að fylgja með! Annars fengi einhver, sem ætti kvóta, að njóta liðsinnis togarans, á öðrum stað og með annarri áhöfn. Ég man alltaf hvað við vorum stoltir á dekkinu þegar siglt var frá heimahöfninni í þennan síðasta túr Snæfuglsins, eins og togarinn nefndist. Í duggarapeysum og gúmmíbuxum stóðum við og kafreyktum á leiðinni út fjörðinn; nýjasta kynslóð sjómanna frá Reyðarfirði. Feður okkur, afar, langafar og langalangafar höfðu staðið í sömu sporum árum og áratugum áður. Þeir fengu samt fleiri en tvo túra. Þessi kynslóð reyðfirskra sjómanna fengi eldskírn sína í sínum síðasta túr. Það liðu svo ekki nema mínútur þar til reykmettuð setustofan á Snæfuglinum fylltist af grænleitum andlitum. Sjóveiki hafði gert vart við sig. Hana hörkuðum við þó af okkur á næstu dögum meðan unnið var við aflann, sem mokað var upp á kostnað kvóta Samherjamanna. Sem okkur fannst raunar þremur vikum seinna að væri óeðlilega mikill. Stuttu seinna lauk þessum túr okkar ungu mannanna, við höfðum fengið þrjár vikur til að verða að mönnum á þann hátt sem við héldum að væri sá eini sanni. Ein kynslóð í viðbót hafði fengið að fara á sjó. En hún var þó sú síðasta. Togarinn fór síðan norður, loks niður til Skotlands. Núna siglir hann frá Neskaupstað, þar sem hann leysti af annan eldri. Ég held að fæðingarfita okkar félaganna sé enn í kojunum um borð. Þarna er ég kannski kominn út fyrir efnið en engu að síður skiptir sagan af togaranum máli. Hún er orsök en - ekki afleiðing - þess sem seinna gerðist. Nokkrum árum eftir að ég hafði reynt að fá skýringar á bölsýni þingmannsins Halldórs Ásgrímssonar en ekki fengið, þá fóru að berast fréttir af áhuga Norðmanna á því að reisa álver við Reyðarfjörð. Jæja hugsaði ég og varð að játa að kannski mættum við Reyðfirðingar vel hafa fleiri atvinnutækifæri til að moða úr að loknu námi. Hvers vegna ekki stóriðja? Fljótlega hófust fundarhöld á Reyðarfirði. Ráðherrar og þingmenn vildu eiga okkur með húð og hári. Ég get svarið að á þessum árum fyrir og um síðustu aldamót, þá sá ég fleiri ráðherra og þingmenn en þegar ég fór á þingpalla síðast og hlustaði á umræður um byggðamál. Fundirnir voru bjartsýnislegir og jafnan vel mætt. Álverið yrði enda byggt ef marka mátti orð ráðherranna - ég hafði jú engar ástæður til að rengja orð þeirra - en rafmagnið til að knýja verksmiðjuna áfram skyldi fengið á Eyjabökkum. Hvorki ég né aðrir fundarmenn veltum því sérstaklega fyrir okkur, þegar þarna var komið sögu, enda voru einu Eyjabakkarnir sem ég þekkti blokkarklasi í neðra Breiðholtinu. Á leiðinni heim af einum slíkum fundi man ég að við félagi minn og jafnaldri veltum fyrir okkur hvernig Reyðarfjörður myndi breytast með tilkomu nýja álversins. Við sáum fyrir okkur gull, græna skóga … og endalaus boll. Böll höfðu nefnilega verið hryllilega fá árin þarna á undan. „Þá fáum við kannski loksins bar, alla vikuna, allt árið,“ sagði félagi minn og ég fékk vatn í munninn. Stuttu seinna fórum við þó að heyra fréttir af því að fyrirhugaðar framkvæmdir ráðherranna okkar væru ekki alveg eins vinsælar alls staðar. Það áttum við erfitt með að skilja. Þetta fólk, ráðherrarnir, voru jú að bjarga okkur ef marka mátti orð þeirra, þó vissulega veltum við því annað slagið fyrir okkur hvort og þá hver hefði komið okkur í slíka stórhættu. Gleði okkar Reyðfirðinga náði ekki langt miðað við fréttir sem við heyrðum næstu daga á eftir. Hópur fólks reis upp og vildi meina að Eyjabakkarnir, sem ég hafði heyrt í millitíðinni að væru víst á hálendi Íslands en ekki bara í Breiðholtinu, væru ómetanleg náttúruperla sem ekki mætti hrófla við, allra síst með því að ausa þangað vatni. „Djöfuls heimska pakk,“ hugsaði ég, „veit þetta lið ekki að hér sitjum við Reyðfirðingar í hreinni útrýmingarhættu og eina von okkar er bundin við að rennbleyta þessa blessuðu Eyjabakka?“ Málið hitnaði og hitnaði og skap okkar Reyðfirðinga í fullu samræmi við það. Ekki bara að pakk með bakpoka væri að röfla þessu vitleysu um ómetanleika Eyjabakkanna heldur voru nú tónlistarmennirnir okkar, rithöfundarnir okkar, fréttamennirnir okkar og nær allir sem við höfðum einu sinni talið okkar farnir að taka þátt í þessari aðför gegn björguninni í austri. Ég man að við félagarnir ákváðum einu sinni vel við skál að halda tónleika á Reyðarfirði. Þangað skyldi stefnt tveimur eðal rokkgrúppum. Einhver vandræðagangur var að gefa tónleikunum nafn þannig að við notfærðum okkur bara heiftina sem nú var orðin krónísk og gáfum tónleikunum nafnið Sökkvum Eyjabökkum. Fengum í kjölfarið mikla athygli og vandlætingu þeirra sem snúið höfðu við okkur baki. Við, þetta hálfdrukknaða fólk sem nú átti að bjarga; okkur var nú drekkt af fólki sem við töldum vini okkar. Ég man að Björk Guðmundsdóttir seldi ekki marga geisladiska þennan veturinn á Reyðarfirði. Guðrún Eva Mínervudóttir, sem hafði opinberað illsku sína í garð okkar Reyðfirðinga með því að tjalda á Arnarhóli til að mótmæla álverinu okkar, kom ásamt fleiri skáldum austur til að lesa upp úr nýrri bók sinni. Guðrúnu var gefið sterklega til kynna að enginn kærði sig um hennar bók, hún las því aldrei neitt. Sama var hægt að segja um Jakob Frímann Magnússon og Stuðmennina hans. Þeir komu og héldu ball meðan á þessu öllu saman stóð og hann var á fullu að ganga frá okkur Reyðfirðingum sem formaður hreyfingar sem beinlínis vildi okkur dauð og grafin. Þannig fíluðum við þetta að minnsta kosti. Jakob fékk ekki blíðar móttökur eystra. Ég man alltaf þegar nýtt hænuegg small á Roland hljómborði Stuðmannsins á ballinu og á eftir fylgdu tómatar, plastflöskur og ýmislegt smálegt. Vinur minn var svo snúinn niður á leið upp að sama Roland hljómborði þegar dyravörður, sem pottþétt var í sama hópi og Jakob, og vildi ganga frá okkur Austfirðingum dauðum, heyrði hann lýsa því hvað Jakob myndi nú standa aumur eftir dytti einhverjum í hug að mölva helvítis skemmtarann hans. Ég man að orðið náttúra hafði á þessum tíma fengið þá þýðingu eina í mínum eyrum að vera samheiti fyrir mannvonsku og rasisma í garð Reyðfirðinga og annarra Austfirðinga, enda óvinaherinn jafnan merktur Náttúruvernd. Þetta lið var þó heppið því öllum að óvörum fengu þeir ósk sína uppfyllta þegar norska álfyrirtækið, stærsti hluti björgunarsveitarinnar sem átti að redda okkur, og nefndist Norsk Hydro ákvað að hætta við þá tegund af álveri sem rætt hafði verið um og byggja í staðinn stærra, Eyjabakkar voru því ekki nóg. Ég man að í kjölfarið hætti þessi rógsherferð gegn okkur Austfirðingum að mestu. Einstaka fáviti lét þó í það skína að hugsanlega hefði bara verið betra að sökkva Eyjabökkum en svæðinu sem nú hafði verið nefnt sem hugsanlegt vatnasvæði vegna álversins okkar, Kárahnjúkar. „Gat það verið,“ hugsaði ég í réttlátri bræði minni. „Ætlar þetta helvítis lið aldrei að láta okkur í friði? Hvenær skyldu þeir sjá að hér væri um líf og dauða að tefla?“ Ég man að þó flestir kæmust óskaddaðir út úr þessum fyrsta bardaga í álstríðinu þá breyttist eitt: Viðhorfið til okkar Reyðfirðinga varð öðruvísi. Fólk sem áður hafði spurt mig út í búsetu mína og jafnan fylgt svari mínu eftir með því að segja: „Já þú ert þar, er ekki gaman að búa úti á landi?“ - það fór að fussa og sveia áður en það svo leit á mig sömu augum og það virti fyrir sér krabbameinssjúkling á líknardeild. Og spurði hvort ástandið væri ekki hryllilegt hjá okkur. Ég man líka að stuttu síðar bárust fréttir af því að norsku bjargvættirnir hefðu hætt við að bjarga okkur. Í kjölfarið var boðað til íbúafundar á Reyðarfirði. Fundinum var valinn staður í íþróttahúsi staðarins. Til fundarins mættu þingmenn, ráðherrar og forsvarsmenn bæjarins. Ég var þar líka og allir Reyðfirðingar utan nokkurra sem annað hvort voru heima rúmfastir úr flensu eða á sjó. Þeir voru þó fáir. Ég gleymi aldrei þegar ég kom inn í íþróttahúsið þetta kvöld. Þá fór að læðast að mér efi. Á gólfum í flestum hornum salarins var búið að koma fyrir handklæðum til að taka við regnvatni sem hafði litla fyrirstöðu í þaki hússins. Við enda salarins var búið að koma fyrir háborði þar sem sátu ráðherrar og þeir sem máttu sín einhvers í álbjörguninni. Við hin sátum þar fyrir framan og í stúku íþróttahússins. Við biðum. Þegar fundurinn svo byrjaði tók ég eftir því að jafnvel þó ekkert heyrðist í míkrafóni frummælanda þá gerði enginn athugasemd við það. Við bara biðum þangað til einhverjum datt í hug að reka ráðherrann nær míkrafóninum og láta hana byrja upp á nýtt. Það gerði hún og eyddi svo næstu tveimur klukkutímum ásamt öðrum í sama geira að útskýra fyrir okkur það sem við vissum; að einhver töf yrði á því að hægt væri að bjarga okkur Reyðfirðingum úr þessari bráðu hættu sem að okkur steðjaði. Þarna gerðist ég svo harður að spyrja fyrrnefndan ráðherra og hennar fólk að því hvort og þá hvenær væri kominn tími til að snúa sér að öðru. Bara einhverju öðru. Fyrst á annað borð eitthvað utanaðkomandi varð að koma til svo við gætum áfram búið á Reyðarfirði; hvenær við fengjum til dæmis bar. Þessi spurning mín varð ekki tilefni frekari vangaveltna um leið tvö í atvinnumálum okkar Reyðfirðinga. Svo enn var beðið. Stuttu síðar var komið að bæjarstjórnarkosningum í Fjarðabyggð, sameinuðu sveitarfélagi okkar Reyðfirðinga, Eskfirðinga og Norðfirðinga, sem raunar var fyrst og fremst sameinað svo hægt væri að sameinast í baráttunni fyrir stóriðjunni, sameinast í biðinni. Við ákváðum þá, nokkrir ungir menn, að blanda okkur í bæjarpólitíkina undir merkjum Biðlistans. Við settum okkur stefnu og töldum að nú væri nóg beðið. Rafmagnsvirkjanir skyldu víkja fyrir virkjun okkar íbúanna til góðra verka og í sameiningu myndum við bæta hag okkar. Við höfnuðum því að allt væri á leið til fjandans en börðumst þó ekki gegn stóriðjunni, kæmi hún aftur til tals. Það er skemmst frá að segja að hugmyndir okkar nutu fylgis meðal íbúa og flestum að óvörum komumst við með listann okkkar, kenndan við biðina, inn í bæjarstjórn, þar sem ég sat sjálfur næstu tvö árin uns ég fluttist til Reykjavíkur og næsti maður tók við og situr þar enn. Fljótlega eftir þessar kosningar bárust okkur þau tíðindi að annað fyrirtæki, nú amerískt, vildi rafmagnið frá Kárahnjúkum. Það sem meira var; þetta fyrirtæki vildi sömuleiðis reisa fyrir okkur álver. Hafist var handa við undirbúning þess og áður en nokkur gat sagt ál var aftur boðað til fundar í íþróttahúsinu. Handklæðunum, sem höfðu verið þar rúmu ári áður og tekið við regnvatni úr leku þakinu, hafði nú verið ýtt til hliðar fyrir blóm og skreytingar af ýmsu tagi. Háborð ráðherranna var nú komið upp á svið og borðar fylgdu með. Þegar svo ráðherra kvað upp raust sína í það sinnið heyrðu allir í honum enda nýr míkrafónn kominn á staðinn og hljóðkerfi sömuleiðis. Ráðherrann sagði þó fátt. Fékk klapp og aftur klapp. Hún hafði sigrað stríð allra stríða. En eins og oft áður mundu fáir til hvers var barist. Ég man að sendiherra Bandaríkjanna grét þegar skrifað var undir álsamningana undir fána hans og okkar Íslendinga. Stuttu áður hafði sami sendiherra raunar líka verið gráti næst, en þá vegna illsku minnar. Ég hafði þá hitt hann í kokteilboði fyrir undirritunina og rætt við hann árás herja hans í Írak. Heilbrigðisráðherra, þekktur diplómat, kom þá í veg fyrir að ég gæti rætt þau mál frekar þegar hann kom og spurði mig frétta af afa mínum og nafna. Síðan hef ég alltaf litið þá menn hornauga sem spyrja mig um heilsu afa míns, svona óforvarandis að minnsta kosti. Þessi stund var falleg og enginn beið lengur. Stuttu síðar var gengið frá samningum við ítalskt verktakafyrirtæki um byggingu Kárahnjúkastíflu. Þá var ég orðinn blaðamaður á litlu fréttablaði fyrir austan. Fljótlega fóru að berast tíðindi af því að Íslendingar fengjust ekki í vinnu hjá þeim verktaka. Stuttu síðar bárust fregnir af slæmum aðbúnaði útlendinga á svæðinu. „Byrjunarörðugleikar,“ var sagt við mig þegar ég hafði staðfest þessar fregnir með því að fara sjálfur uppeftir og líta á aðstæður. Ráðherrar og ráðamenn eystra sögðu mig neikvæðan þegar ég ræddi um hvort ekki væri full mikið lagt í sölurnar til bjargar okkur Reyðfirðingum þegar útlendingar væru farnir að taka sér hlutverk þræla í björgunaraðgerðunum. „Voðaleg neikvæðni er þetta, Helgi,“ sagði ónefndur ráðherraaðstoðarmaður einu sinni við mig þegar ég falaðist eftir viðtali við ráðherrann vegna ásakana um að ekki væri hlustað á kröfur verkalýðshreyfingarinnar vegna Portúgalanna á Kárahnjúkum. Þegar þarna var komið við sögu var samviskubitið sem ég minntist á í byrjun pistilsins farið að naga mig. Ég var í fyrsta skipti farinn að fara upp á hálendi Íslands og þá vegna vinnu minnar við að afla frétta af Kárahnjúkum. Ég hafði sjálfur setið í bæjarstjórn þegar framkvæmdaleyfi var gefið fyrir mörg hundruð þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði og greitt atkvæði með leyfinu, þó ég í raun ætti að gera allt annað að eigin mati. En nú beið enginn lengur. Ég hafði líka gert athugasemdir við að tvær risavaxnar raflínur, Fljótsdalslínur, skyldu lagðar þvert yfir botn Reyðarfjarðar, á leið sinni frá Kárahnjúkum að álverinu við Reyðarfjörð, en þá verið of seinn. Leyfið hafði verið gefið áður, þegar Norsk Hydro vildi heim og stóð því enn. Allt tal mitt um hvort ekki mætti milda umhverfisáhrif raflínanna með því að grafa þær í jörð, í stað þess að 30 metra möstur yrðu reist á við og dreif þessa löngu leið, var afgreitt sem kjánaskapur af fulltrúum Landsvirkjunar. Ég veit enn ekki til þess að Alcoa hafi verið beðið eða krafið um að taka þátt í þeim ógnarkostnaði, sem Landsvirkjun sagði að væri ástæða þess að línan færi um þveran og endilangan fjörðinn. Enda beið engin lengur. Ég hafði jafnan skellt skollaeyrum við þeim örfáu og hljóðu röddum sem talað höfðu um umhverfisáhrif álversins þegar þarna var komið. Jarðrask fylgdi jú alltaf verkum mannsins og ekkert við því að gera. Ég ákvað því að láta sama eiga við um Kárahnjúka. Þangað til fyrir nokkru að ég sá árangur vetrarins hjá ítalska verktakanum Impregilo á svæðinu og gerði mér þar með grein fyrir alvöru málsins. Ég hafði ekki komið austur í hálft ár þegar ég heimsótti Austfirðina nú um liðna helgi með kærustunni minni. Ég hafði ætlað mér að sýna henni Austurlandið. Daginn áður en ég kom austur hafði ég tekið viðtal við tvo hagfræðinga vegna þenslu og uppsagna sem hagfræðingarnir vildu meina að kæmu í beinu framhaldi af stóriðjuframkvæmdum okkar Reyðfirðinga. Ég neitaði hreinlega að trúa því að þenslan og björgunin á Reyðarfirði væru nú þess valdandi að frystihúsið á Reyðarfirði væri að loka ásamt tveimur öðrum frystihúsum, öðru á Stöðvarfirði og hinu í Bíldudal. Gat þetta verið satt? Hvers vegna var þessu ekki haldið á lofti þegar farið var út í þessar framkvæmdir, þar sem ég og fleiri settum allt okkar traust á ráðherrana og þá sem sögðu þetta einu færu leiðina fyrir okkur Austfirðinga til að lifa af? Hvers vegna var því haldið fram að milli 500 og 600 ný störf væru að verða til í landinu í tengslum við þessa framkvæmd, þegar ljóst var að önnur störf legðust af annars staðar á landsbyggðinni til þess að redda þessari sömu landsbyggð? Hvers vegna þurfti allan þennan hóp af fólki erlendis frá til að byggja bæði virkjunina og álverið ef alla þessa Reyðfirðinga vantaði vinnu? Ég skildi þetta ekki. Ég var því hálf ringlaður þegar ég kom heim á Reyðarfjörð í þetta skiptið. Ég vissi sem var að margt hafði breyst; hús höfðu risið, verslanir opnað og fólki fjölgað. “Var þetta ekki nóg?” velti ég fyrir mér milli þess sem ég stikaði nýjar götur heimabyggðarinnar. Einhvern veginn gat ég samt ekki séð að þetta væri þess virði þegar ég hafði heimsótt Kárahnjúka. Ég fór ásamt kærustunni í bíltúr upp að Kárahnjúkum á laugardag. Kvöldið áður hafði ég verið á barnum á Reyðarfirði, sem nú er opinn alla daga, allt árið um kring, og ekki heyrt um neitt sem menn vanhagaði um, nema kvenfólk - en það hlyti nú að koma um leið og álverið yrði tilbúið. Þegar upp á Kárahnjúka var komið var eins og allt þetta gleymdist. Ég áttaði mig á því hvers vegna samviskubitið var tilkomið: ég hafði haft rangt fyrir mér. Ég hafði látið æsa mig upp í að heimta eitthvað sem mig vantaði ekki. Ég hafði gert eins og þegar ég var krakki, heimtað eitthvað bara til að heimta.. Mér og mínum hafði verið att út í forað pólitíkusa sem eiga sér enga ósk heitari en að fá klapp og endurkjör. Ég var fífl, fávíti og drusla. Allt í einu. Ég sat á barmi gljúfursins sem brátt myndi fyllast. Allt þetta land undir vatn, allt þetta vatn fyrir mig. Mig og álverið sem ég hafði fyrst fengið að heyra að mig vantaði þegar núverandi forsætisráðherra var í vandræðum með að ná endurkjöri. Góðir hlustendur, ég hafði rangt fyrir mér. Ég lét tilleiðast að taka þátt í einhverri mestu feigðarför sem lagt hefur verið í á Reyðarfirði síðan á annan tug breskra hermanna lagði þar upp í sína seinustu för um Eskifjarðarheiði á stríðsárunum. Líkt og þá vantaði útbúnaðinn og farið var of hratt af stað. Ég áskil mér hins vegar rétt til að spyrja að leikslokum, hlustendur góðir. Ég vil sjá hvort bjartsýnin, áræðnin og krafturinn sem nú hefur losnað úr læðingi heima á Reyðarfirði endist áfram þegar þenslunni sleppir. Þegar aðrir íbúar landsbyggðarinnar hætta að líða fyrir björgunaraðgerð sem aldrei hefði þurft að fara í, ef þingmenn og ráðherrar hefðu ekki skilgreint fyrir okkur hvað okkur vantaði löngu áður en okkur fór að vanta það. Þangað til verð ég svartsýnn og ef það er bölmóður spyrjið þá konurnar tuttugu sem nýverið var sagt upp eftir ára og jafnvel áratuga starf í frystihúsinu á Reyðarfirði í nafni góðæris. Þær sjá ekki allar fram á að nýmóðins vinnumarkaðurinn eystra hafi upp á eitthvað betra að bjóða. Spyrjið Stöðfirðingana sem studdu stóriðjuáformin með ráðum og dáð en missa nú vinnu sína og horfa á eignir sínar lækka í verði - allt í nafni góðæris. Góðir hálsar, ég biðst forláts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins áður. Þetta nefna margir í daglegu tali „þynnku“. Samt er þetta eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum. Byrjum á byrjuninni. Ég er alinn upp úti á landi. Bjó raunar í Kópavoginum fram til þrettán ára aldurs eða þar til foreldrum mínum datt í hug að setjast að austur á Reyðarfirði. Þetta var á þeim tíma þegar enginn, sem vildi halda friðinn á Reyðarfirði, nefndi orð eins og stóriðju, ál eða kísilgúr á nafn án þess að fá bágt fyrir. Þarna stuttu áður höfðu enn ein áform stjórnvalda um stóriðju við Reyðarfjörð nefnilega siglt í strand með tilheyrandi vonbrigðum. Þó var á Reyðfirðingum að heyra að vonbrigðin hefðu verið mest meðal þingmanna kjördæmisins sem reynt höfðu án árangurs að koma málinu á koppinn. Þrátt fyrir þetta ákváðum við fjölskyldan að flytja austur á Reyðarfjörð, í þetta stóriðjulausa pláss, mitt á sjálfum Austfjörðunum. Þetta fannst engum sérstakt á þeim tíma og ég man ekki til þess að við höfum fengið bágt fyrir þessa ákvörðun um flutning frá neinum, nema síður væri. Fólk skildi okkur mæta vel. Fjölskylda, sem fram til þessa hafði búið í litlu þriggja herbergja íbúðinni í Ástúninu í Kópavogunum, gat leyft sér að kaupa einbýlishús á tveimur hæðum eystra; mamma fengi garð og pabbi bílskúr. Þetta viðhorf átti þó eftir að breytast. Ég man að fyrstu árin mín fyrir austan voru að mestu laus við stóriðjuþrasið sem síðar átti eftir að heltaka menn og jafnvel dýr heima á Reyðarfirði. Lífið gekk sinn vanagang, - fólk kom og fór. Síðarnefndi hópurinn var þó talsvert fjölmennari. Fyrirtæki komu líka og fóru. Þannig hafði pabbi minn í félagi við fleiri stórhuga menn keypt bakarí staðarins. Þetta bakarí rak pabbi, milli þess að vinna þar öllum stundum, þar til lánadrottnar sögðu stopp. Fyrirtækið fór á hausinn og pabbi á sjóinn. Fleiri lentu í svipaðri stöðu á sama tíma en þó var enginn minningargrein letruð á bæjarmerkið. Ó, nei menn gefast ekkert upp. Á þessum tíma fannst mér fátt fastara í tilverunni en Reyðarfjörður og Reyðfirðingar. Ég man samt eftir því þegar þetta breyttist. Það var á stjórnmálafundi á Reyðarfirði, sem ég sótti fyrir rælni eina, að ég man eftir þingmanni kjördæmisins númer 1, Halldóri Ásgrímssyni, tala um „aðförina að landsbyggðinni“. Hann sagði nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að stóriðja yrði reist fyrir austan. Ég man að ég hallaði mér að sessunaut mínum, sem komið hafði á fundinn nokkru áður en ég mætti, og sagði: „Missti ég af einhverju, hvað er að gerast?“ Hann svaraði ekki heldur sussaði á mig og klappaði svo hátt og snjallt með öðrum fundarmönnum. Ég man að í nokkurn tíma á eftir velti ég þessum orðum Halldórs fyrir mér. Gat þetta staðist? Var Reyðarfjörður á vonarvölinni einni? Eini togari staðarins hafði raunar stuttu áður gengið til liðs við Samherjamennina akureyrsku. Ég hafði meira að segja farið síðustu tvo túrana á þessum sama togara ásamt fjölda af jafnöldrum mínum, þar sem við félagarnir fengum í fyrstu og einu skiptin að kynnast lífinu um borð í þessum stóra togara, sem nokkrum árum áður hafði verið keyptur til staðarins. Eigendur hans höfðu þó flaskað á því sem seinna og fyrr felldi fleiri góða menn, að ekki var nóg að eiga stóran og góðan togara sem fryst gæti afla. Kvóti þyrfti að fylgja með! Annars fengi einhver, sem ætti kvóta, að njóta liðsinnis togarans, á öðrum stað og með annarri áhöfn. Ég man alltaf hvað við vorum stoltir á dekkinu þegar siglt var frá heimahöfninni í þennan síðasta túr Snæfuglsins, eins og togarinn nefndist. Í duggarapeysum og gúmmíbuxum stóðum við og kafreyktum á leiðinni út fjörðinn; nýjasta kynslóð sjómanna frá Reyðarfirði. Feður okkur, afar, langafar og langalangafar höfðu staðið í sömu sporum árum og áratugum áður. Þeir fengu samt fleiri en tvo túra. Þessi kynslóð reyðfirskra sjómanna fengi eldskírn sína í sínum síðasta túr. Það liðu svo ekki nema mínútur þar til reykmettuð setustofan á Snæfuglinum fylltist af grænleitum andlitum. Sjóveiki hafði gert vart við sig. Hana hörkuðum við þó af okkur á næstu dögum meðan unnið var við aflann, sem mokað var upp á kostnað kvóta Samherjamanna. Sem okkur fannst raunar þremur vikum seinna að væri óeðlilega mikill. Stuttu seinna lauk þessum túr okkar ungu mannanna, við höfðum fengið þrjár vikur til að verða að mönnum á þann hátt sem við héldum að væri sá eini sanni. Ein kynslóð í viðbót hafði fengið að fara á sjó. En hún var þó sú síðasta. Togarinn fór síðan norður, loks niður til Skotlands. Núna siglir hann frá Neskaupstað, þar sem hann leysti af annan eldri. Ég held að fæðingarfita okkar félaganna sé enn í kojunum um borð. Þarna er ég kannski kominn út fyrir efnið en engu að síður skiptir sagan af togaranum máli. Hún er orsök en - ekki afleiðing - þess sem seinna gerðist. Nokkrum árum eftir að ég hafði reynt að fá skýringar á bölsýni þingmannsins Halldórs Ásgrímssonar en ekki fengið, þá fóru að berast fréttir af áhuga Norðmanna á því að reisa álver við Reyðarfjörð. Jæja hugsaði ég og varð að játa að kannski mættum við Reyðfirðingar vel hafa fleiri atvinnutækifæri til að moða úr að loknu námi. Hvers vegna ekki stóriðja? Fljótlega hófust fundarhöld á Reyðarfirði. Ráðherrar og þingmenn vildu eiga okkur með húð og hári. Ég get svarið að á þessum árum fyrir og um síðustu aldamót, þá sá ég fleiri ráðherra og þingmenn en þegar ég fór á þingpalla síðast og hlustaði á umræður um byggðamál. Fundirnir voru bjartsýnislegir og jafnan vel mætt. Álverið yrði enda byggt ef marka mátti orð ráðherranna - ég hafði jú engar ástæður til að rengja orð þeirra - en rafmagnið til að knýja verksmiðjuna áfram skyldi fengið á Eyjabökkum. Hvorki ég né aðrir fundarmenn veltum því sérstaklega fyrir okkur, þegar þarna var komið sögu, enda voru einu Eyjabakkarnir sem ég þekkti blokkarklasi í neðra Breiðholtinu. Á leiðinni heim af einum slíkum fundi man ég að við félagi minn og jafnaldri veltum fyrir okkur hvernig Reyðarfjörður myndi breytast með tilkomu nýja álversins. Við sáum fyrir okkur gull, græna skóga … og endalaus boll. Böll höfðu nefnilega verið hryllilega fá árin þarna á undan. „Þá fáum við kannski loksins bar, alla vikuna, allt árið,“ sagði félagi minn og ég fékk vatn í munninn. Stuttu seinna fórum við þó að heyra fréttir af því að fyrirhugaðar framkvæmdir ráðherranna okkar væru ekki alveg eins vinsælar alls staðar. Það áttum við erfitt með að skilja. Þetta fólk, ráðherrarnir, voru jú að bjarga okkur ef marka mátti orð þeirra, þó vissulega veltum við því annað slagið fyrir okkur hvort og þá hver hefði komið okkur í slíka stórhættu. Gleði okkar Reyðfirðinga náði ekki langt miðað við fréttir sem við heyrðum næstu daga á eftir. Hópur fólks reis upp og vildi meina að Eyjabakkarnir, sem ég hafði heyrt í millitíðinni að væru víst á hálendi Íslands en ekki bara í Breiðholtinu, væru ómetanleg náttúruperla sem ekki mætti hrófla við, allra síst með því að ausa þangað vatni. „Djöfuls heimska pakk,“ hugsaði ég, „veit þetta lið ekki að hér sitjum við Reyðfirðingar í hreinni útrýmingarhættu og eina von okkar er bundin við að rennbleyta þessa blessuðu Eyjabakka?“ Málið hitnaði og hitnaði og skap okkar Reyðfirðinga í fullu samræmi við það. Ekki bara að pakk með bakpoka væri að röfla þessu vitleysu um ómetanleika Eyjabakkanna heldur voru nú tónlistarmennirnir okkar, rithöfundarnir okkar, fréttamennirnir okkar og nær allir sem við höfðum einu sinni talið okkar farnir að taka þátt í þessari aðför gegn björguninni í austri. Ég man að við félagarnir ákváðum einu sinni vel við skál að halda tónleika á Reyðarfirði. Þangað skyldi stefnt tveimur eðal rokkgrúppum. Einhver vandræðagangur var að gefa tónleikunum nafn þannig að við notfærðum okkur bara heiftina sem nú var orðin krónísk og gáfum tónleikunum nafnið Sökkvum Eyjabökkum. Fengum í kjölfarið mikla athygli og vandlætingu þeirra sem snúið höfðu við okkur baki. Við, þetta hálfdrukknaða fólk sem nú átti að bjarga; okkur var nú drekkt af fólki sem við töldum vini okkar. Ég man að Björk Guðmundsdóttir seldi ekki marga geisladiska þennan veturinn á Reyðarfirði. Guðrún Eva Mínervudóttir, sem hafði opinberað illsku sína í garð okkar Reyðfirðinga með því að tjalda á Arnarhóli til að mótmæla álverinu okkar, kom ásamt fleiri skáldum austur til að lesa upp úr nýrri bók sinni. Guðrúnu var gefið sterklega til kynna að enginn kærði sig um hennar bók, hún las því aldrei neitt. Sama var hægt að segja um Jakob Frímann Magnússon og Stuðmennina hans. Þeir komu og héldu ball meðan á þessu öllu saman stóð og hann var á fullu að ganga frá okkur Reyðfirðingum sem formaður hreyfingar sem beinlínis vildi okkur dauð og grafin. Þannig fíluðum við þetta að minnsta kosti. Jakob fékk ekki blíðar móttökur eystra. Ég man alltaf þegar nýtt hænuegg small á Roland hljómborði Stuðmannsins á ballinu og á eftir fylgdu tómatar, plastflöskur og ýmislegt smálegt. Vinur minn var svo snúinn niður á leið upp að sama Roland hljómborði þegar dyravörður, sem pottþétt var í sama hópi og Jakob, og vildi ganga frá okkur Austfirðingum dauðum, heyrði hann lýsa því hvað Jakob myndi nú standa aumur eftir dytti einhverjum í hug að mölva helvítis skemmtarann hans. Ég man að orðið náttúra hafði á þessum tíma fengið þá þýðingu eina í mínum eyrum að vera samheiti fyrir mannvonsku og rasisma í garð Reyðfirðinga og annarra Austfirðinga, enda óvinaherinn jafnan merktur Náttúruvernd. Þetta lið var þó heppið því öllum að óvörum fengu þeir ósk sína uppfyllta þegar norska álfyrirtækið, stærsti hluti björgunarsveitarinnar sem átti að redda okkur, og nefndist Norsk Hydro ákvað að hætta við þá tegund af álveri sem rætt hafði verið um og byggja í staðinn stærra, Eyjabakkar voru því ekki nóg. Ég man að í kjölfarið hætti þessi rógsherferð gegn okkur Austfirðingum að mestu. Einstaka fáviti lét þó í það skína að hugsanlega hefði bara verið betra að sökkva Eyjabökkum en svæðinu sem nú hafði verið nefnt sem hugsanlegt vatnasvæði vegna álversins okkar, Kárahnjúkar. „Gat það verið,“ hugsaði ég í réttlátri bræði minni. „Ætlar þetta helvítis lið aldrei að láta okkur í friði? Hvenær skyldu þeir sjá að hér væri um líf og dauða að tefla?“ Ég man að þó flestir kæmust óskaddaðir út úr þessum fyrsta bardaga í álstríðinu þá breyttist eitt: Viðhorfið til okkar Reyðfirðinga varð öðruvísi. Fólk sem áður hafði spurt mig út í búsetu mína og jafnan fylgt svari mínu eftir með því að segja: „Já þú ert þar, er ekki gaman að búa úti á landi?“ - það fór að fussa og sveia áður en það svo leit á mig sömu augum og það virti fyrir sér krabbameinssjúkling á líknardeild. Og spurði hvort ástandið væri ekki hryllilegt hjá okkur. Ég man líka að stuttu síðar bárust fréttir af því að norsku bjargvættirnir hefðu hætt við að bjarga okkur. Í kjölfarið var boðað til íbúafundar á Reyðarfirði. Fundinum var valinn staður í íþróttahúsi staðarins. Til fundarins mættu þingmenn, ráðherrar og forsvarsmenn bæjarins. Ég var þar líka og allir Reyðfirðingar utan nokkurra sem annað hvort voru heima rúmfastir úr flensu eða á sjó. Þeir voru þó fáir. Ég gleymi aldrei þegar ég kom inn í íþróttahúsið þetta kvöld. Þá fór að læðast að mér efi. Á gólfum í flestum hornum salarins var búið að koma fyrir handklæðum til að taka við regnvatni sem hafði litla fyrirstöðu í þaki hússins. Við enda salarins var búið að koma fyrir háborði þar sem sátu ráðherrar og þeir sem máttu sín einhvers í álbjörguninni. Við hin sátum þar fyrir framan og í stúku íþróttahússins. Við biðum. Þegar fundurinn svo byrjaði tók ég eftir því að jafnvel þó ekkert heyrðist í míkrafóni frummælanda þá gerði enginn athugasemd við það. Við bara biðum þangað til einhverjum datt í hug að reka ráðherrann nær míkrafóninum og láta hana byrja upp á nýtt. Það gerði hún og eyddi svo næstu tveimur klukkutímum ásamt öðrum í sama geira að útskýra fyrir okkur það sem við vissum; að einhver töf yrði á því að hægt væri að bjarga okkur Reyðfirðingum úr þessari bráðu hættu sem að okkur steðjaði. Þarna gerðist ég svo harður að spyrja fyrrnefndan ráðherra og hennar fólk að því hvort og þá hvenær væri kominn tími til að snúa sér að öðru. Bara einhverju öðru. Fyrst á annað borð eitthvað utanaðkomandi varð að koma til svo við gætum áfram búið á Reyðarfirði; hvenær við fengjum til dæmis bar. Þessi spurning mín varð ekki tilefni frekari vangaveltna um leið tvö í atvinnumálum okkar Reyðfirðinga. Svo enn var beðið. Stuttu síðar var komið að bæjarstjórnarkosningum í Fjarðabyggð, sameinuðu sveitarfélagi okkar Reyðfirðinga, Eskfirðinga og Norðfirðinga, sem raunar var fyrst og fremst sameinað svo hægt væri að sameinast í baráttunni fyrir stóriðjunni, sameinast í biðinni. Við ákváðum þá, nokkrir ungir menn, að blanda okkur í bæjarpólitíkina undir merkjum Biðlistans. Við settum okkur stefnu og töldum að nú væri nóg beðið. Rafmagnsvirkjanir skyldu víkja fyrir virkjun okkar íbúanna til góðra verka og í sameiningu myndum við bæta hag okkar. Við höfnuðum því að allt væri á leið til fjandans en börðumst þó ekki gegn stóriðjunni, kæmi hún aftur til tals. Það er skemmst frá að segja að hugmyndir okkar nutu fylgis meðal íbúa og flestum að óvörum komumst við með listann okkkar, kenndan við biðina, inn í bæjarstjórn, þar sem ég sat sjálfur næstu tvö árin uns ég fluttist til Reykjavíkur og næsti maður tók við og situr þar enn. Fljótlega eftir þessar kosningar bárust okkur þau tíðindi að annað fyrirtæki, nú amerískt, vildi rafmagnið frá Kárahnjúkum. Það sem meira var; þetta fyrirtæki vildi sömuleiðis reisa fyrir okkur álver. Hafist var handa við undirbúning þess og áður en nokkur gat sagt ál var aftur boðað til fundar í íþróttahúsinu. Handklæðunum, sem höfðu verið þar rúmu ári áður og tekið við regnvatni úr leku þakinu, hafði nú verið ýtt til hliðar fyrir blóm og skreytingar af ýmsu tagi. Háborð ráðherranna var nú komið upp á svið og borðar fylgdu með. Þegar svo ráðherra kvað upp raust sína í það sinnið heyrðu allir í honum enda nýr míkrafónn kominn á staðinn og hljóðkerfi sömuleiðis. Ráðherrann sagði þó fátt. Fékk klapp og aftur klapp. Hún hafði sigrað stríð allra stríða. En eins og oft áður mundu fáir til hvers var barist. Ég man að sendiherra Bandaríkjanna grét þegar skrifað var undir álsamningana undir fána hans og okkar Íslendinga. Stuttu áður hafði sami sendiherra raunar líka verið gráti næst, en þá vegna illsku minnar. Ég hafði þá hitt hann í kokteilboði fyrir undirritunina og rætt við hann árás herja hans í Írak. Heilbrigðisráðherra, þekktur diplómat, kom þá í veg fyrir að ég gæti rætt þau mál frekar þegar hann kom og spurði mig frétta af afa mínum og nafna. Síðan hef ég alltaf litið þá menn hornauga sem spyrja mig um heilsu afa míns, svona óforvarandis að minnsta kosti. Þessi stund var falleg og enginn beið lengur. Stuttu síðar var gengið frá samningum við ítalskt verktakafyrirtæki um byggingu Kárahnjúkastíflu. Þá var ég orðinn blaðamaður á litlu fréttablaði fyrir austan. Fljótlega fóru að berast tíðindi af því að Íslendingar fengjust ekki í vinnu hjá þeim verktaka. Stuttu síðar bárust fregnir af slæmum aðbúnaði útlendinga á svæðinu. „Byrjunarörðugleikar,“ var sagt við mig þegar ég hafði staðfest þessar fregnir með því að fara sjálfur uppeftir og líta á aðstæður. Ráðherrar og ráðamenn eystra sögðu mig neikvæðan þegar ég ræddi um hvort ekki væri full mikið lagt í sölurnar til bjargar okkur Reyðfirðingum þegar útlendingar væru farnir að taka sér hlutverk þræla í björgunaraðgerðunum. „Voðaleg neikvæðni er þetta, Helgi,“ sagði ónefndur ráðherraaðstoðarmaður einu sinni við mig þegar ég falaðist eftir viðtali við ráðherrann vegna ásakana um að ekki væri hlustað á kröfur verkalýðshreyfingarinnar vegna Portúgalanna á Kárahnjúkum. Þegar þarna var komið við sögu var samviskubitið sem ég minntist á í byrjun pistilsins farið að naga mig. Ég var í fyrsta skipti farinn að fara upp á hálendi Íslands og þá vegna vinnu minnar við að afla frétta af Kárahnjúkum. Ég hafði sjálfur setið í bæjarstjórn þegar framkvæmdaleyfi var gefið fyrir mörg hundruð þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði og greitt atkvæði með leyfinu, þó ég í raun ætti að gera allt annað að eigin mati. En nú beið enginn lengur. Ég hafði líka gert athugasemdir við að tvær risavaxnar raflínur, Fljótsdalslínur, skyldu lagðar þvert yfir botn Reyðarfjarðar, á leið sinni frá Kárahnjúkum að álverinu við Reyðarfjörð, en þá verið of seinn. Leyfið hafði verið gefið áður, þegar Norsk Hydro vildi heim og stóð því enn. Allt tal mitt um hvort ekki mætti milda umhverfisáhrif raflínanna með því að grafa þær í jörð, í stað þess að 30 metra möstur yrðu reist á við og dreif þessa löngu leið, var afgreitt sem kjánaskapur af fulltrúum Landsvirkjunar. Ég veit enn ekki til þess að Alcoa hafi verið beðið eða krafið um að taka þátt í þeim ógnarkostnaði, sem Landsvirkjun sagði að væri ástæða þess að línan færi um þveran og endilangan fjörðinn. Enda beið engin lengur. Ég hafði jafnan skellt skollaeyrum við þeim örfáu og hljóðu röddum sem talað höfðu um umhverfisáhrif álversins þegar þarna var komið. Jarðrask fylgdi jú alltaf verkum mannsins og ekkert við því að gera. Ég ákvað því að láta sama eiga við um Kárahnjúka. Þangað til fyrir nokkru að ég sá árangur vetrarins hjá ítalska verktakanum Impregilo á svæðinu og gerði mér þar með grein fyrir alvöru málsins. Ég hafði ekki komið austur í hálft ár þegar ég heimsótti Austfirðina nú um liðna helgi með kærustunni minni. Ég hafði ætlað mér að sýna henni Austurlandið. Daginn áður en ég kom austur hafði ég tekið viðtal við tvo hagfræðinga vegna þenslu og uppsagna sem hagfræðingarnir vildu meina að kæmu í beinu framhaldi af stóriðjuframkvæmdum okkar Reyðfirðinga. Ég neitaði hreinlega að trúa því að þenslan og björgunin á Reyðarfirði væru nú þess valdandi að frystihúsið á Reyðarfirði væri að loka ásamt tveimur öðrum frystihúsum, öðru á Stöðvarfirði og hinu í Bíldudal. Gat þetta verið satt? Hvers vegna var þessu ekki haldið á lofti þegar farið var út í þessar framkvæmdir, þar sem ég og fleiri settum allt okkar traust á ráðherrana og þá sem sögðu þetta einu færu leiðina fyrir okkur Austfirðinga til að lifa af? Hvers vegna var því haldið fram að milli 500 og 600 ný störf væru að verða til í landinu í tengslum við þessa framkvæmd, þegar ljóst var að önnur störf legðust af annars staðar á landsbyggðinni til þess að redda þessari sömu landsbyggð? Hvers vegna þurfti allan þennan hóp af fólki erlendis frá til að byggja bæði virkjunina og álverið ef alla þessa Reyðfirðinga vantaði vinnu? Ég skildi þetta ekki. Ég var því hálf ringlaður þegar ég kom heim á Reyðarfjörð í þetta skiptið. Ég vissi sem var að margt hafði breyst; hús höfðu risið, verslanir opnað og fólki fjölgað. “Var þetta ekki nóg?” velti ég fyrir mér milli þess sem ég stikaði nýjar götur heimabyggðarinnar. Einhvern veginn gat ég samt ekki séð að þetta væri þess virði þegar ég hafði heimsótt Kárahnjúka. Ég fór ásamt kærustunni í bíltúr upp að Kárahnjúkum á laugardag. Kvöldið áður hafði ég verið á barnum á Reyðarfirði, sem nú er opinn alla daga, allt árið um kring, og ekki heyrt um neitt sem menn vanhagaði um, nema kvenfólk - en það hlyti nú að koma um leið og álverið yrði tilbúið. Þegar upp á Kárahnjúka var komið var eins og allt þetta gleymdist. Ég áttaði mig á því hvers vegna samviskubitið var tilkomið: ég hafði haft rangt fyrir mér. Ég hafði látið æsa mig upp í að heimta eitthvað sem mig vantaði ekki. Ég hafði gert eins og þegar ég var krakki, heimtað eitthvað bara til að heimta.. Mér og mínum hafði verið att út í forað pólitíkusa sem eiga sér enga ósk heitari en að fá klapp og endurkjör. Ég var fífl, fávíti og drusla. Allt í einu. Ég sat á barmi gljúfursins sem brátt myndi fyllast. Allt þetta land undir vatn, allt þetta vatn fyrir mig. Mig og álverið sem ég hafði fyrst fengið að heyra að mig vantaði þegar núverandi forsætisráðherra var í vandræðum með að ná endurkjöri. Góðir hlustendur, ég hafði rangt fyrir mér. Ég lét tilleiðast að taka þátt í einhverri mestu feigðarför sem lagt hefur verið í á Reyðarfirði síðan á annan tug breskra hermanna lagði þar upp í sína seinustu för um Eskifjarðarheiði á stríðsárunum. Líkt og þá vantaði útbúnaðinn og farið var of hratt af stað. Ég áskil mér hins vegar rétt til að spyrja að leikslokum, hlustendur góðir. Ég vil sjá hvort bjartsýnin, áræðnin og krafturinn sem nú hefur losnað úr læðingi heima á Reyðarfirði endist áfram þegar þenslunni sleppir. Þegar aðrir íbúar landsbyggðarinnar hætta að líða fyrir björgunaraðgerð sem aldrei hefði þurft að fara í, ef þingmenn og ráðherrar hefðu ekki skilgreint fyrir okkur hvað okkur vantaði löngu áður en okkur fór að vanta það. Þangað til verð ég svartsýnn og ef það er bölmóður spyrjið þá konurnar tuttugu sem nýverið var sagt upp eftir ára og jafnvel áratuga starf í frystihúsinu á Reyðarfirði í nafni góðæris. Þær sjá ekki allar fram á að nýmóðins vinnumarkaðurinn eystra hafi upp á eitthvað betra að bjóða. Spyrjið Stöðfirðingana sem studdu stóriðjuáformin með ráðum og dáð en missa nú vinnu sína og horfa á eignir sínar lækka í verði - allt í nafni góðæris. Góðir hálsar, ég biðst forláts.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun