Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira