Innlent

Árni segist aldrei hafa sagt ósatt

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs er 15 milljónir króna en sparisjóðirnir bjóða allt að 25 milljóna króna lán í samstarfi við Íbúðalánasjóð, en sjóðurinn hefur lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna með ríkisábyrgð. Félagsmálaráðherra segir sjóðinn ekki lána til íbúðakaupa umfram heimildir. Honum sé líka skylt að stunda fjárstýringu sína með ákveðnum hætti, draga úr áhættu sjóðsins, og það hafi hann verið að gera, m.a. með samningum við banka og sparisjóði. Ráðherra segir að verið sé að fara yfir þessi mál í ráðuneytinu, sem og fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og víðar. Uppgreiðslur lána hjá Íbúðalánasjóði hafi verið meiri en ráð var fyrir gert. Hann ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki að lána til endurlána heldur sé verið að lána bönkunum með veði í fasteignasöfnum. Hann neitar því að sjóðurinn sé að kaupa lánveitingar sem tryggðar séu með 2. veðrétti í húsnæði fólks. „Nú er ég ekki með það á takteinum nákvæmleg hvernig þessir samningar eru og hafa gerst í dag. Um það verðurðu að spyrja stjórn og starfslið sjóðsins,“ sagði Árni í viðtali við fréttamann Stöðvar 2. „En það sem ég hef séð og það sem við höfum farið yfir sýnist  mér rúma fyllilega inanna þeirrar heimildar sem sjóðurinn hefur.“ Félagsmálaráðherrra segir samingi sjóðsins og bankann kannski vera gerðan opinberan og ítrekar að Íbúðalánasjóður sé ekki lána eftir tveimur leiðum, beint til íbúðakaupenda og svo óbeint í gegnum bankana. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svar sem ráðherra gaf á þingi í haust um útlán Íbúðalánasjóðs væru undarleg og að ráðherra hafi farið með rangt mál og kannski ekki vitað betur. Árni segist aldrei hafa farið með rangt mál gangvart Alþingi og það muni hann aldrei gera, enda væri það grafalvarlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×