Erlent

Réðist á andstæðinga sína

Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð. Schröder sagði að smekkleysa og harðneskjulegar aðferðir Edmunds Stoiber, formanns Kristilegra demókrata, og skortur Angelu Merkel, kanslaraefnis flokksins, á leiðtogahæfileikum væru ekki það sem þyrfti til að sameina Þjóðverja. Hann reyndi einnig að auka stuðning við umdeildar breytingar stjórnar sinnar á velferðarkerfinu sem leitt hafa til fylgistaps stjórnarflokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×