Sakborningar ítrekuðu sakleysi 17. ágúst 2005 00:01 Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari setti réttinn en að því búnu rakti Jón H. Snorrason saksóknari ákærurnar í fjörutíu liðum. Sakborningar voru allir viðstaddir og hlýddu á þegar ákæran var lesin upp. Dómari spurði sakborninga hvort ákærurnar væru réttar og svöruðu þeir allir sem einn að þær væru rangar og lýstu sakleysi sínu. "Þetta tekur fimm ár úr ævi okkar en það er í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar," sagði Jóhannes Jónsson í Bónus að lokinni þingfestingu málsins. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði að fyrir dóminn kæmu margvísleg gögn sem sönnuðu sakleysi ákærðra. Jón H. Snorrason saksóknari vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann gekk úr dómsal og kvaðst láta nægja að fjalla um málið þar. Dómurinn í Baugsmálinu verður fjölskipaður. Meðdómendur Péturs Guðgeirssonar verða Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Svonefnt milliþinghald verður 20. október næstkomandi, þar verður ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir og meðferð þess hefst. Ekki er búist við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir að sakborningar leggi ekki fram gögn til varnar sakborningum fyrr en við upphaf meðferðar málsins. "Við eigum von á því að aðalmeðferð hefjist annað hvort í nóvember eða að öðrum kosti í janúar. Ef takast má að ljúka aðalmeðferð málsins fyrir áramót má hún varla hefjast síðar en 15. nóvember." Gestur telur að málið geti tekið allt að fjórar vikur í flutningi enda séu málsgögn gríðarleg að vöxtum. Fjöldi innlendra og erlendra myndatöku-, blaða- og fréttamanna fylgdist með þingfestingu Baugsmálsins í gær og var dómsalurinn þéttskipaður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira