Gögn sanna sekt segir Jón Gerald 18. ágúst 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira