Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa 28. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira