Innlent

Krefjast sjálfstæðis Svarfaðardals

Hópur íbúa í hinum gamla Svarfaðardalshreppi hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er sambandsslita við hið sameinaða byggðarlag, Dalvíkurbyggð. Íbúarnir eru óánægðir með þá ákvörðun bæjarstjórnar að loka Húsabakkaskóla frá 1. mars síðastliðnum. Þeir sendu félagsmálaráðherra undirskriftalista með nöfnum 85 prósenta kjörgengra manna á svæðinu, þar sem þess var óskað að sameiningin yrði ógild og Svarfaðardalshreppur yrði sjálfstæður að nýju. Ráðherra segist ekki munu beita sér fyrir því þar sem löglega hafi verið staðið að sameiningarkosningunni og stefnt sé að enn frekari sameiningu sveitarfélaga um allt land. Íbúarnir telja ávallt halla á dreifbýlið þegar fámenn svæði sameinist fjölmennari og óska því eftir liðsstyrk þingmanna til að kljúfa sig frá Dalvíkurbyggð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×