Telur möguleika sína hafa aukist 29. ágúst 2005 00:01 Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Þingkosningarnar fara fram þann 12. september. Kosningabaráttan snýst að miklu leyti um innanríkismál þar sem tekist er á um grundvallaratriði, annars vegar þar sem hægri flokkar boða skattalækkanir og aðhald í opinberum umsvifum meðan vinstri flokkar með Verkamannaflokkinn í forystu boða aukin útgjöld til samfélagsþjónustu. Þegar Íslendingar heyra um þingkosningar í Noregi er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann: Mun niðurstaða kosninganna hafa einhver áhrif á afstöðu norskra stjórnvalda til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Kjell Magne Bondevik var um helgina viðstaddur opnun minnisvarða um Gulaþing í Vestur-Noregi en þar ræddi Stöð 2 við forsætisráðherrann. Hann segir að Evrópusambandsaðild sé í raun ekki á dagskrá kosningann þann 12. september. Norðmenn viti að Evrópusambandið sjálft sé óákveðið, það viti ekki hvert það eigi að stefna eftir að nokkur aðildarríki höfnuðu norsku stjórnarskránni. Ríkin séu heldur ekki sammála um langtímafjárhagsáætlun sína. Þess vegna séu Evrópumálin ekki ofarlega á baugi þessa stundina í Noregi. Allir flokkarnri telji að Norðmenn hafi nægan umhugsunartíma. Hann telji sjálfur að málið komist ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili en ef svo verði voni hann að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort Norðmenn eigi yfir höfuð að sækja um aðild. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir líklegur til að velta hægri stjórn Bondevik úr sessi og mynda vinstri stjórn, jafnvel samsteypustjórn en hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Noregi. Norðmaður einn sagði að aðeins eitt væri öruggt í þessum kosingum: Noregur myndi fá nýjan forsætisráðherra. Aðspuður hvort hann sé sammála þessu segir Bondevik að það séu deildar meiningar um þetta, þess vegna séu haldnar kosningar. Lengi vel hafi litið út fyrir að rauðu flokkarnir næðu meirihluta og þá yrði skipt um ríkisstjórn og forsætisráðherra en nú sé baráttan mun opnari. Bilið hafi minnkað í skoðanakönnunum og möguleikarnir á að hann haldi áfram sem forsætisráðherra hafi aukist. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Þingkosningarnar fara fram þann 12. september. Kosningabaráttan snýst að miklu leyti um innanríkismál þar sem tekist er á um grundvallaratriði, annars vegar þar sem hægri flokkar boða skattalækkanir og aðhald í opinberum umsvifum meðan vinstri flokkar með Verkamannaflokkinn í forystu boða aukin útgjöld til samfélagsþjónustu. Þegar Íslendingar heyra um þingkosningar í Noregi er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann: Mun niðurstaða kosninganna hafa einhver áhrif á afstöðu norskra stjórnvalda til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Kjell Magne Bondevik var um helgina viðstaddur opnun minnisvarða um Gulaþing í Vestur-Noregi en þar ræddi Stöð 2 við forsætisráðherrann. Hann segir að Evrópusambandsaðild sé í raun ekki á dagskrá kosningann þann 12. september. Norðmenn viti að Evrópusambandið sjálft sé óákveðið, það viti ekki hvert það eigi að stefna eftir að nokkur aðildarríki höfnuðu norsku stjórnarskránni. Ríkin séu heldur ekki sammála um langtímafjárhagsáætlun sína. Þess vegna séu Evrópumálin ekki ofarlega á baugi þessa stundina í Noregi. Allir flokkarnri telji að Norðmenn hafi nægan umhugsunartíma. Hann telji sjálfur að málið komist ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili en ef svo verði voni hann að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort Norðmenn eigi yfir höfuð að sækja um aðild. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir líklegur til að velta hægri stjórn Bondevik úr sessi og mynda vinstri stjórn, jafnvel samsteypustjórn en hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Noregi. Norðmaður einn sagði að aðeins eitt væri öruggt í þessum kosingum: Noregur myndi fá nýjan forsætisráðherra. Aðspuður hvort hann sé sammála þessu segir Bondevik að það séu deildar meiningar um þetta, þess vegna séu haldnar kosningar. Lengi vel hafi litið út fyrir að rauðu flokkarnir næðu meirihluta og þá yrði skipt um ríkisstjórn og forsætisráðherra en nú sé baráttan mun opnari. Bilið hafi minnkað í skoðanakönnunum og möguleikarnir á að hann haldi áfram sem forsætisráðherra hafi aukist.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira