Innlent

Árni gefur kost á sér í 2. sætið

Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag. Í tilkynningu frá Árna kemur fram að það sé raunhæft markmið að vinstri - gærnir fái a.m.k. tvo borgarfulltrúa í næstu kosningum og að því markmiði verði keppt af fullum þrótti. Þar sem hann telji að mikilvægt sé að endurýja og stokka upp í forystusveit flokksins í borginni um leið og reynsla og þekking þeirra sem lengi hafi starfað að borgarmálum verði nýtt hafi hann ákveðið að bjóðast til að skipa 2. sæti framboðslistans sem um leið verði baráttusæti. Um leið segist Árni greiða götu þess að kona skipi efsta sæti listans, en vinstri - grænir hafa þegar ákveðið að framboðslisti flokksins verði fléttulisti þar sem sæti skiptist jafnt á milli kynjanna. Vinstri - grænir í Reykjavík ákváðu fyrr í sumar að halda prófkjör fyrir kosningarnar og fer það fram 1. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×