Innlent

Leggur til fé til djúpborunar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fram fé í hið íslenska djúpborunarverkefni næstu fjögur árin. Markmið verkefnisins er að komast að því hver sé raunverulegur orkuforði landsins þar sem leiða megi að því líkur að nýtanlegar háhitaauðlindir landsins kunni að vera stórlega vanmetnar. Fyrsti hluti verkefnisins felur í sér borun 5 kílómetra djúprar rannsóknarholu á háhitasvæðinu á Reykjanesi. Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun koma að verkefninu með ríkinu. Kostnaðurinn er metinn á tæpar 1900 milljónir króna, sem skiptist jafnt milli aðila, en að auki hafa verulegir erlendir styrkir þegar fengist til rannsókna. Verkefnið mun taka allt að fimm ár, en leiði það í ljós að unnt sé að vinna jarðvarma á þessu dýpi, margfaldast orkugeta háhitasvæða landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×