Innlent

Sölubann og stytt veiðitímabil

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að rjúpnaveiði í haust verði ekki meiri en um 70.000 fuglar eins og ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins gerir ráð fyrir. Til stuðnings þessum aðgerðum verður ráðist í sérstakt hvatningarátak til veiðimanna um hóflegar veiðar. Þá er gert ráð fyrir að stórt svæði á Suðvesturlandi verði áfram friðað. Í reglugerðinni er jafnframt ítrekað bann við notkun vélsleða, fjórhjóla og annarra torfærutækja við rjúpnaveiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×