Innlent

Vilhjálmur vill flugvöllinn burt

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Svo virðist sem komin sé þverpólitísk samstaða um flugvöllinn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagðist fagna þessari yfirlýsingu Vilhjálms en mjög skiptar skoðanir eru þó enn innan Sjálfstæðisflokksins um það hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera um kyrrt. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofuna að hann ætlaði að beita sér fyrir flutningi vallarins en hvar hann vildi nákvæmlega sjá hann, væri of snemmt að segja til um. Mikilvægt væri þó að hafa hann í nálægð við stærsta byggðarkjarna landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×