Innlent

Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur

Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis. Eins og fram kom í þættinum Ísland í dag, í gær, vill Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Reykjavíkurflugvöll burt. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Gísli Marteinn Baldursson, sem einnig býður sig fram í fyrsta sæti, er ánægður með sinnaskipti leiðtoga síns. Komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda í borginni í næstu kosningum segir Gísli flokkinn munu reyna að flýta flugvallarferlinu þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir í Vatnsmýrinni fyrr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×