Innlent

Sjálfstæðisflokkur með meirihluta

Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið, fengi Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi, væri boðað til borgarstjórnarkosninga nú, eða 47,7 prósent og átta borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,4 prósent og fimm borgarfullrúa. Vinstri grænir fengju 13,6 prósent og tvo borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur fengi 4,9 prósent og Frjálslyndir 2,0 prósent. Hvorugur þessara síðast nefndu fengju mann inn í borgarstjórn. Nokkur munur er á aðferðarfræði Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins, sem skýrir að nokkru mun á niðurstöðum, en Fréttablaðið birti sínar niðurstöður nú fyrr í vikunni. Félagsvísindastofnun hefur 800 manna úrtak og af þeim svöruðu 66,3 prósent. Þá spyr Félagsvísindastofnun þá sem segjast óákveðnir áfram, meðal annars hvort líklegra sé að viðkomandi kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk. Fréttablaðið hins vegar hringir áfram, þar til 800 manns hafa svarað könnuninni. Ekki er spurt áfram ef viðkomandi segist óákveðinn. Fréttablaðið                   Félagsvísindastofnun  27.-28. ágúst                 25.-29. ágúst B 4,8%                            4,9% D 53,5%                         47,7% F 2,2%                             2,0% S 29,7%                         29,4% V 8,8%                          13,6%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×