Innlent

Þjónustumiðstöð opnuð í borginni

Reykvíkingar eiga að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á mótun og uppbyggingu borgarinnar með nýjum þjónustumiðstöðvum. Sú fyrsta var opnuð í dag, við Skúlagötu, en meginverkefni hennar er að veita upplýsingar um þjónustu í borginni, afgreiða umsóknir, veita félagslega ráðgjöf, skóla- og sérfræðiþjónustu og stuðning á heimilum. Þessari þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er ætlað það sérverkefni að vera þekkingarstöð í fjölmenningu enda um átta prósent íbúa í hverfunum af erlendum uppruna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×