Innlent

Gísli Marteinn starfar fyrir RÚV

"Ég er að störfum fyrir Ríkisútvarpið í ýmsum sérverkefnum. Þar á meðal er ég að vinna að undirbúningi fyrir afmælishátíð Ríkissjónvarpsins vegna fjörutíu ára afmælis þess auk þess að ýmsum málum vegna sjónvarpdagskrár vetrarins og þar á meðal evróvisión keppninnar," segir Gísli Marteinn Baldursson. Hann hefur sem kunnugt er gefið kost á sér í efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Gísli Marteinn segir að störf sín fyrir Ríkisútvarpið séu þess eðlis að þau eigi ekki að skarast við prófkjörið. Hann segst hafa starfað fyrir Ríkisútvarpið í fjölda ára og að hann muni þegar nær dregur íhuga hvort hann ætli að taka sér hlé frá störfum á meðan prófkjörsbaráttunni stendur. "Það verður allt saman að koma í ljós en prófkjörsbaráttan er rétt hafin," segir Gísli Marteinn sem staddur var á ráðstefnu á vegum borgarinnar í Helsinki um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×