Innlent

Harðar deilur í sjónvarpskappræðum

Hart var deilt þegar Angela Merkel, kanslaraefni Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hittust í 90 mínútna löngum sjónvarpskappræðum í gærkvöld. Réttur hálfur mánuður er þar til þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi en samkvæmt könnunum töldu sjónvarpsáhorfendur að Schröder hefði staðið sig betur en Merkel. Merkel sagði að atvinnuleysi í Þýskalandi myndi ekki minnka nema kristilegu flokkarnir kæmust til valda. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á föstudag, hafa kristilegu flokkarnir tveir samtals 43% og Frjálslyndi demókrataflokkurinn 7%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×