Innlent

Hvatapeningar handa börnum

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að úthluta hverju barni á aldrinum 6-16 ára hvatapeningum sem nota á til að greiða niður félagsgjöld í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Fyrir þetta ár verður upphæðin 10 þúsund krónur á barn, en 20 þúsund á árinu 2006. Erling Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar, segir að með hvatapeningunum sé stuðlað að valfrelsi og jafnrétti á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig sé niðurgreiðslan ekki bundin íþróttastarfsemi í Garðabæ. Hvatapeningarnir verða greiddir í gegnum "Minn Garðabær," heimasíðu Garðbæinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×