Innlent

Talaði mál sem fólk hafi skilið

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir styrkleika Davíð Oddssonar sem stjórnmálamanns hafa verið að hann hafi talað mál sem fólk hafi skilið, hann hafi verið beinskeyttur og harður við andstæðinga sína og náð til fólks á þann hátt. Hann hafi skotið fast þegar hann hafi verið gagnrýndur, og oft skotið í mark, sem skýri það kannski hversu lengi hann hafi verið við völd. Spurður um það hvað hann telji að Davíðs verð minnst fyrir í stjórnmálasögunni segir Baldur margt að nefna. Hann hafi haldið áfram markaðsvæðingu hagkerfisins, að fyrirtæki gætu ekki leitað beint til ríkissjóðs þegar þeim hefði gengið illa. Þá hafi ýmis ríkisfyrirtæki, eins og bankarnir, verið einkavædd í tíð Davíðs og það hafi gjörbreytt íslensku viðskiptalífi og haft gríðarleg áhrif á íslenskt þjóðfélag. Þá hafi ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar náð að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum með lágri verðbólga. Aukin áhersla hafi verið lögð á að lækka skatta á bæði einstaklinga og fyrirtæki. Þá muni eflaust einhverjir nefna styrkingu fiskveiðistjórnunarkerfisins. Baldur segir að þegar horft sé til utanríkismálin þá hafi Davíð viðhaldið góðum tengslum við Bandaríkin og varnarviðbúnaði þeirra á Miðnesheiði. Þá hafi hann verið andsnúinn því að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem sé þvert á það sem ríkin í kringum okkur hafi gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×