Innlent

Varnarsamningurinn ræddur

Annar fundur fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófst í Reykjavík í gær. Eftir því sem næst verður komist vilja Bandaríkjamenn draga úr umsvifum hersins hér á landi með tilliti til breyttra öryggishagsmuna á norðanverðu Atlantshafi. Ekki er útilokað að krafist verði aukinnar þátttöku íslenskra stjórnvalda í rekstri Keflavíkurflugvallar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði fyrr í sumar að byggt yrði á því að varnarsamningurinn yrði í heiðri hafður en jafnframt yrði að ræða breytingar á honum. Fundi viðræðunefndanna verður fram haldið í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×