Innlent

Þorgerður í varaformannsslag

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í næsta mánuði. "Það urðu tímamót í flokknum í fyrradag og forystuskipti eru að verða í flokknum með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr stjórnmálunum. Ég hef áður sagt að ef að þessum tímapunkti kæmi muni ég styðja Geir H. Haarde til formennsku. Ég býð mig fram vegna þess að ég held að þarna sé tækifæri til þess að framfylgja því sem við sjálfstæðismenn höfum barist fyrir og allir gera sér grein fyrir að hefur fært fólki fleiri tækifæri og aukna hamingju. Við erum í öðru sæti í veröldinni varðandi lífskjör samvæmt nýjum lista Sameinuðu þjóðanna." Þorgerður Katrín segir vandasamt að halda á því kefli sem Davíð Oddsson hafi gert svo vel fyrir flokkinn. "Þetta var nokkuð skýrt fyrir mér og ég tel að ég geti komið góðu til leiðar, segir Þorgerður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×