Innlent

Björn mun sitja út kjörtímabilið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir allar vangaveltur um að hann ætli ekki að sitja út þetta kjörtímabil úr lausu lofti gripnar. Á pistli á heimasíðu sinni segir Björn að hann muni fyrir þingkosningarnar 2007 taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram að nýju eða snúi sér að öðru. Björn fjallar þar um brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum og segir að stuðningsmenn Davíðs geti af stolti glaðst yfir mörgum góðum dögum og árum, miklum árangri og glæstum sigrum. Björn kveðst ætla að leggja sitt af mörkum til að óvinum Sjálfstæðisflokksins verði ekki að þeirri ósk sinni að óöld verði innan flokksins þegar Davíð kveðji með reisn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×