Verðbólgumörk Seðlabankans rofin 12. september 2005 00:01 Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9 prósent, en það jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Frá síðasta mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,52 prósent. Meðal skýringa á hækkun vísitölunnar er að sumarútsölum er víðast hvar lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent, dagvörur hafa hækkað um 1,7 prósent og bensín og gasolía um 4,9 prósent. Miðað við hækkun vístölu síðustu tólf mánaða mælist verðbólga nú 4,8 prósent og hefur á einum mánuði hækkað um heilt prósentustig. Samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka eru efri mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans þar með rofin með áberandi hætti og segja sérfræðingar Íslandsbanka að Seðlabankinn þurfi nú að gera ríkisstjórninni skriflega grein fyrir áformum sínum til að ná verðbólgu aftur niður í tvö og hálft prósent á ný. Að mati Íslandsbanka getur Seðlabankinn varla túlkað nýjustu tölur á aðra vegu en sem neikvæð tíðindi, jafnvel þótt hluti aukinnar verðbólgu stafi af hækkun olíuverðs og tilfærslu á útsöluáhrifum á milli mánaða. Þá setji verðbólgan kjarasamninga í hættu og ógni þar með stöðugleikanum á vinnumarkaði á næstu misserum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,9 prósent, en það jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Frá síðasta mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,52 prósent. Meðal skýringa á hækkun vísitölunnar er að sumarútsölum er víðast hvar lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent, dagvörur hafa hækkað um 1,7 prósent og bensín og gasolía um 4,9 prósent. Miðað við hækkun vístölu síðustu tólf mánaða mælist verðbólga nú 4,8 prósent og hefur á einum mánuði hækkað um heilt prósentustig. Samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka eru efri mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans þar með rofin með áberandi hætti og segja sérfræðingar Íslandsbanka að Seðlabankinn þurfi nú að gera ríkisstjórninni skriflega grein fyrir áformum sínum til að ná verðbólgu aftur niður í tvö og hálft prósent á ný. Að mati Íslandsbanka getur Seðlabankinn varla túlkað nýjustu tölur á aðra vegu en sem neikvæð tíðindi, jafnvel þótt hluti aukinnar verðbólgu stafi af hækkun olíuverðs og tilfærslu á útsöluáhrifum á milli mánaða. Þá setji verðbólgan kjarasamninga í hættu og ógni þar með stöðugleikanum á vinnumarkaði á næstu misserum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira