Innlent

Samskiptin verða áfram góð

"Ég tel að hvor sem niðurstaðan verður í þessum kosningum verði samskipti Íslendinga og Norðmanna áfram góð," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þegar leitað var álits hjá honum í gærkvöldi en þá var búið að telja um helming atkvæða. Flest benti þá til þess að stjórn Kjell Magne Bondevik myndi falla. "Ég átti mjög góð samskipti við utanríkisráðherra sem komu frá Verkamannaflokknum á sínum tíma og þeir sýndu ágætan skilning á samskiptum landanna, ekki síst í samningamálum um fiskveiðimál. Eins hefur Jens Stoltenberg lagt mikið upp úr góðum samskiptum við Ísland."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×