Innlent

Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla

Alls treystu 57,1 prósent aðspurðra Vilhjálmi mjög vel eða frekar vel til þess að gegna starfinu en 42,3 prósent treystu Gísla Marteini. Þá voru fleiri sem sögðust treysta Gísla Marteini frekar illa eða mjög illa fyriri starfinu, eða 38,8 prósent á móti 22,8 sem treystu ekki Vilhjálmi. Könnuni var gerð á tímabilinu 1. til 12. september og var úrtakið var 1200 Reykvíkingar. Svarhlutfall var 50 prósent. Í niðurstöðum sömu könnunar kom fram að ef val á borgarstjóra stæði milli þeirra tveggja sögðust 57,3 prósent kjósa Vilhjálm en 42,7 prósent Gísla Martein. Þá sögðust tæp 54 prósent aðspurða ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en næstflestir sögðust ætla kjósa Samfylkinguna, 26,3 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×