Innlent

Efasemdir innan stjórnarflokka

MYND/AP
Í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna eru efasemdir um réttmæti þess að Íslendingar sæki um setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á leiðtogafundi samtakanna að framboð Íslands stæði en Hjálmar Árnason þingflokksformaður segir að málið sé ekki afgreitt úr þingflokknum. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um framboð í uppnámi í Morgunblaðinu í dag, efasemdir sínar og annarra hafi vaxið. Hjálmar tekur undir rök fyrir framboði hvað varðar áhrif lítillar þjóðar á alþjóðavettvangi en segir að á hinn bóginn þurfi að sjá hvaða kostnað framboðið hafi í för með sér og hvort verja eigi fjármununum með öðrum hætti, t.d. í þróunaraðstoð. Það sé það sem hafi verið skoðað og eigi að skoða. Þegar Hjálmar var spurður um afstöðu þingflokksins til málsins sagði hann að um það væru skiptar skoðanir um það innan hans enda væri málið eins og hvert annað mál sem væri að þroskast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×