Innlent

Bryndís nýr formaður LFK

Bryndís Bjarnason var í dag kjörin formaður Landssambands framsóknarkvenna á landsþingi sem fram fór á Ísafirði. Bryndís tekur við af Unu Maríu Óskarsdóttur sem ekki gaf kost á sér í embættið aftur. Með Bryndísi í stjórn LFK eru Gerður Jónsdóttir, Inga S. Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir og Margrét Þórðardóttir. Meðal þess sem rætt var á þinginu var framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og var samþykkt ályktun um að styðja þær hugmyndir þar sem þær sköpuðu Íslendingum tækifæri til að axla ábyrgð sem ein ríkasta þjóð heims til jafns við önnur norræn ríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×