Innlent

Baugsmál: Kom ekki á óvart

Öllum ákærum í Baugsmálinu var vísað frá í heild sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. Hann sagði þetta ekki alveg hafa komið á óvart eftir það sem á undan hafi gengið. „Það var ljóst að mat dómaranna var það að það væru verulegir annmarkar á ákærunni eftir bréfið sem þeir skrifuðu 26. ágúst og þessi niðurstaða, um að vísa málinu frá í heild sinni, er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að þeir telja að þetta sé svo stór hluti málsins, sem sé haldinn þessum annmörkum að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Gestur. Jón. H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, segir niðurstöðuna ekki vera áfall. Jafnframt segir hann of snemmt að segja til um hvort hafist verði handa við að undirbúa nýja ákæru. Úrskurðurinn verður þó kærður til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×