Innlent

Baugsmálið á pólitískum forsendum?

Rannsókn Baugsmálsins tók þrjú ár áður en ákærur voru birtar. Forsvarsmenn Baugs hafa haldið því blákalt fram bæði í íslenskum og erlendum fjölmiðlum að um pólitískar ofsóknir sé að ræða og maðurinn á bak við þær sé Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Davíð hefur ávallt þvertekið fyrir að eiga nokkurn þátt í málinu og sagst treysta dómstólunum.  Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í júlí síðastliðnum, áður en málið var þingfest í Héraðsdómi, sagði Davíð að ef rannsóknin sé á pólitískum forsendum þá hljóti dómstólar að henda málinu út. „Ef að það kemur á daginn að þetta eru einhver pólitísk fyrirmæli til lögregluyfirvalda, þá þarf hann (Jón Ásgeir) nú ekki að óttast mikið því þá verður þessu öllu saman hent út af dómstólum,“ ssagði Davíð. Og nú hafa dómstólarnir einmitt gert það - vísað öllum ákærunum frá. Ekki þó vegna gruns um pólitískar ofsóknir, heldur vegna verulegra annmarka á stórum hluta ákæranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×