Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn 20. september 2005 00:01 Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira