Innlent

Mótmæla stefnu í auðlindamálum

Náttúruvaktin hyggst efna til mótmælastöðu fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í dag kl. 17.45, en þá koma þátttakendur á alþjóðlegri rafskautaráðstefnu til móttöku í Ráðhúsinu. Í tilkynningu frá Náttúruvaktinni kemur fram að enn sé verið að auglýsa Ísland sem ódýrt orkuver og málmbræðsluland. Náttúruvaktin bendir að á með þessari stefnu sé Langisjór, Aldeyjarfoss, Þjórsárver og Jökulsárnar í Skagafirði í húfi og spyr hvort ekki sé tímabært að staldra við og reyna að skilja hversu mikils virði íslensk náttúra sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×