Innlent

Una ekki ummælum Ingibjargar

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt. Í yfirlýsingu þeirra er vísað til þeirra ummæla Ingibjargar Sólrúnar að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga. "Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur... Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot." Í yfirlýsingunni segir jafnframt að umræða í fjölmiðlum hafi verið mjög einhliða. "Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarefni sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×