Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí 24. september 2005 00:01 Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira