Jón Gerald hafnaði viðtali 25. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira