Innlent

Allt með vitund Jóns Geralds

Jón Gerald Sullenberger segir að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi aldrei tekið neinar ákvarðanir varðandi mál sitt gegn Baugi, án fullrar vitundar og samþykkis Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í yfirlýsingunni segir: Í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag 26. september 2005 vill ég koma eftirfarandi á framfæri;Í gær 25. september hafði fréttamaður frá fréttablaðinu samband við mig og óskaði eftir því að ég staðfesti það, að hafa gefið Jóni Steinari Gunnlaugssyni heimild til þess að senda Styrmi Gunnarssyni gögn, sem hún hafði undir höndum. Ég sagðist ekki geta staðfest það við hana þar sem mér var ekki kunnugt um hvaða gögn hún væri að vitna í. Hins vegar staðfesti ég, án nokkurs fyrirvara, að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður minn, tók aldrei neinar ákvaranir varðandi mitt mál, án minnar fullrar vitundar og samþykkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×