Innlent

Styrmir nýtur trausts starfsfólks

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er enn að íhuga hvort að hann muni birta gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Í Morgunblaðinu í dag lét Styrmir óbeint að því liggja að hann hefði slík gögn undir höndum. Tveggja tíma löngum fundi Styrmis með starfsfólki sínu lauk nú fyrir stundu en þar spurðu starfsmenn Morgunblaðsins ritstjórann fjölda spurninga. Í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar við lok fundarins sagði Styrmir að hann íhugaði ekki að segja af sér og að önnur grein eftir hann um málið myndi birtast í blaðinu á morgun. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sagði jafnframt að Styrmir njóti óskoraðs trausts starfsfólks Morgunblaðsins í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×