Innlent

Efnahagsstjórnin brást

Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún vísaði til þess að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði í stefnuræðu sinni sagt stjórn efnahagsmála trausta þrátt fyrir að verðbólga væri hærri en vonir hefðu staðið til. Formaður Samfylkingar gat ekki tekið undir þessi orð forsætisráðherra. "Raunveruleikinn er allt öðruvísi. Blikurnar hrannast upp. Viðskiptahallinn hefur aldrei verið meiri síðan mælingar hófust. Útflutningsgreinar eru í bráðum vanda," sagði Ingibjörg Sólrún og kvað þurfa nýja hugsun í efnahagsmálum, nú fimmtán árum eftir að samtök launþega og vinnuveitenda hefðu náð saman um þjóðarsátt til að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Stöðugleika sem hún sagði fók ekki verða vart við núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×